Wednesday, October 24, 2012

Væntanlegir tónleikar / Upcoming concerts

(see english below)

Dómkirkjukórinn, ásamt Kára Þormari, organista, munu frumflytja eftir mig nýtt verk, Davíðssálm 141, í sunnudagsmessunni þann 28. október. Verkið er pantað af kórnum í tilefni af 200 ára afmæli Péturs Guðjohnsen, fyrsta organista dómkirkjunnar, en þess má geta að hann er langa-, langa-, langaafi minn. 

29. október verður dagskrá í Dómkirkjunni þar sem verkið verður flutt aftur ásamt fleira efni sem tengist Pétri. Hér er texti úr fréttatilkynningu fyrir tónleikana:

Á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að Pétur Gudjohnsen fæddist. Pétur var fyrsti organisti Dómkirkjunnar, og sinnti starfinu frá árinu 1840 þegar hann kom úr námi í Danmörku og allt til dauðadags. Jafnframt sinnti hann tónlistarkennslu og ýmsum öðrum störfum. Hann var frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi. Kirkjusöngurinn var honum einkar hugleikinn og hann samdi m.a. tvær sálmasöngsbækur.

Í tilefni af þessum tímamótum verður haldin dagskrá í Dómkirkjunni Mánudaginn 29.október kl 20.00. Þar koma fram Dómk

órinn í Reykjavík, MR kórinn, Hallveig Rúnarsdóttir, Svanur Vilbergsson, Steingrímur Þórhallsson, Björn Steinar Sólbergsson, Þröstur Eiríksson og Hjálmar Jónsson. Flutt verður tónlist eftir Pétur og tónlist sem tengist honum og starfi hans. Þröstur Eiríksson flytur erindi um Pétur og störf hans. Þá verður verkið ‘Davíðssálmur 141´ fyrir kór og orgel, eftir Pál Ragnar Pálsson frumflutt, en tónskáldið er langa-langafabarn Péturs.

Dagskráin er samstarf Tónlistardaga Dómkirkjunnar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar




29. október munu Repertorio Vocale flytja verk mitt, Ég bið til sólargeislans frá glugganum, við ljóð eftir Önnu Akhmatova. Stjórnandi er Karol Kisiel, sem einnig pantaði af mér verkið fyrir sama kór. Tónleikarnir verða í Pühavaimu kirik (Kirkju heilags anda), í Tallinn.


Fyrir nánari upplýsingar, þá er hér heimasíðan mín.

--

On sunday 28th of October a new piece by me will be premiered in Reykjavík Dome Church by the Dome Church Choir and organist, Kári Þormar. The piece was commissioned by the choir on the occasion of the 200 year anniversary of Pétur Guðjohnsen, the first organist of the church, who also is my great-, great-, great grandfather.

October 29th in Tallinn's Church of the Holy Ghost will be a concert where Repertorio Vocale will perform my piece I Pray to the Sunbeam from the Window, to the poem of Anna Akhmatova. The piece was commissioned by Conductor Karol Kisiel for the same choir. The concert starts at 18:00.


Program:

Thomas Tallis: If ye love me
O Lord, in thee is all my trust

Johann Hermann Schein: Israels Brünnlein

Johann Hermann Schein: Aus tiefer Not schrei ich zu dir
An Wasserflüssen Babylon

Charles Villiers Stanford: Bluebird

Páll Ragnar Pálsson: I pray to the sunbeam from the window

Tõnu Kõrvits: The Night Is Darkening Round Me


Performers:

Repertorio Vocale ensemble
Einike Leppik - harpsichord
Lili Kirikal - soprano, Aule Urb - soprano, Kadri-Liis Kukk - soprano
Karolina Normak - violin, Laur Eensalu - viola, Margus Uus - cello

Karol Kisiel - conductor


For further information, here is my website.